top of page

Umsagnir: lög um útlendinga verði tekin til endurskoðunar

Einar Örn Ævarsson

24. apr. 2023

Áform um lagasetningu til þess að rýmka reglur um dvalar- og atvinnuréttindi útlendinga
Í stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs kemur m.a. fram að þátttaka fólks af erlendum uppruna auki fjölbreytileika, efli íslenskt samfélag og menningu og sé ein forsenda fyrir vexti efnahagslífsins.Ein af aðgerðunum í stjórnarsáttmálanum er að lög um útlendinga verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að rýmka ákvæði er varða útgáfu dvalarleyfa á grundvelli atvinnuþátttöku og auka skilvirkni með einföldun ferla.Áform um lagasetningu til þess að rýmka reglur um dvalar- og atvinnuréttindi útlendinga var birt í samráðsgátt 08.03.2023. Um er að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um útlendinga.Bárust þó nokkrar umsagnir þar sem meðal annars Xpat lagði til meira rými þegar kemur að skattahvötum. Hér má líta helstu umsagnir:Erlendur sérfræðingur með um tvær milljónir króna á mánuði hefur þrisvar sinnum meiri ábata af því að flytja til Finnlands, Svíþjóðar eða Danmerkur en til Íslands. Þar eru öflugri skattahvatar auk annarra fríðinda eru fyrir hendi, samkvæmt greiningu Deloitte.Samtök leikjaframleiðanda og Xpat Relocation Services segja að auka þurfi skattaafslátt til erlenda sérfræðinga til að laða þá til landsins. Einar Örn Ævarsson, framkvæmdastjóri Xpat, segir greining þeirra hafi leitt í ljósi að skattaafslátturinn þurfi að vera hærri og yfir lengra tímabil. Mörg ríki bjóði „sterkari hvata.“Samtök iðnarðarins benda á að í greinargerð starfshóps forsætisráðherra hafi ekki verið fjallað um skattahvata fyrir erlenda sérfræðinga. Þeir þjóni mikilvægu hlutverki þegar komi að því að laða hæft starfsfólk til landsins. Í umsögninni sögðu samtökin frá fyrrnefndri greiningu Deloitte.Umrætt hvatakerfi hefur ekki virkað sem skyldi vegna þess að matið á því hver telst sannarlega erlendur sérfræðingur hefur reynst ógagnsætt og ófyrirsjáanlegt og því geta fyrirtæki ekki gefið vilyrði fyrir skattfrádrættinum í ráðningarferlinu. Þá er skattfrádrátturinn hér á landi ekki lengur samkeppnishæfur við önnur lönd sem bjóða mörg hver upp á hærra frádráttarhlutfall og yfir lengra tímabil. Auk þessa er fresturinn til þess að sækja um frádráttinn óþarflega skammur. Þetta veldur því að fyrirtæki hafa í auknum mæli opnað starfsstöðvar erlendis eða ráðið til vinnu verktaka erlendis sem sjá ekki hag sinn í að flytjast búferlum til Íslands,“ segir í umsögn Samtaka iðnaðarins.Samtökin hafa áætlað að á næstu fimm árum þurfi allt að níu þúsund sérfræðinga til starfa í hugverkaiðnaði eigi vaxtaáætlanir að ná fram að ganga. Hugverkaiðnaður hefur vaxið mikið undanfarin ár en á síðasta ári námu útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 239 milljörðum í samanburði við 127 milljarða árið 2017. „Á sama tíma hefur samkeppni um hæft starfsfólk í heiminum aukist. Margir þættir spila þar inn í, aukinn hreyfanleiki starfsfólks og aukin þörf á sérhæfingu eftir því sem tækninni fleygir fram,“ segir í umsögninni.

bottom of page