Einar Örn Ævarsson
21. mar. 2023
Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur
Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Heildarvinnuafli landsins getur þó aðeins aukist með því að bjóða erlendum ríkisborgurum góðar aðstæður til að koma og vinna hér á landi.
Frá 2005 hefur fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru á Íslandi aukist um 160% og er nú tæpur fjórðungur vinnuaflsins. Af 24.000 starfsmönnum sem bætast við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum munu 21 þúsund vera erlendir. Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum.
En þá þarf að greiða götu þeirra og endurskoða regluverkið. Sama hvaðan erlendir sérfræðingar koma, þeir eru lykillinn í því að ná þessu markmiði. Þótt Íslendingar gerðu átak í barneignum, hrykki það skammt. Þetta verður þróunin.