Samtök iðnaðarins
23. jan. 2023
Fundur um ráðningu og móttöku erlendra sérfræðinga
Samtök upplýsingatæknifyrirtækja og Samtök iðnaðarins standa fyrir viðburði þriðjudaginn 31. janúar kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 þar sem fjallað verður um það sem er nauðsynlegt að hafa í huga við ráðningu og móttöku erlendra sérfræðinga til landsins. Samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins þarf um 9.000 sérfræðinga til starfa í hugverkaiðnaði ef vaxtaáætlanir fyrirtækja í iðnaðinum eiga að ná fram að ganga og ljóst er að mikið af þeim sérfræðingum munu þurfa að koma erlendis frá.
Dagskrá
Opnunarávarp - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Mannauður - auðlind hugverkaiðnaðar - Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI
Panell - Mannauðsstjórar og erlendir sérfræðingar ræða sína reynslu af ráðningarferli og aðlögun
Umsókn um atvinnuleyfi - hvað þarf að hafa í huga? - Edda Bergsveinsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun
Aðlögun, búferlaflutningar, makinn og gæludýrið - Einar Örn Ævarsson, framkvæmdastjóri Xpat
Fundarstjórn - Gunnar Zoëga, forstjóri Opinna kerfa og formaður SUT